fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Frambjóðendur kjósa: Katrín reið á vaðið – Myndir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 09:42

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allir vita ganga Íslendingar til forsetakosninga í dag. Forsetaframbjóðendur eru að sjálfsögðu þar á meðal og eiga allir það sameiginlegt að vera einu kjósendurnir sem geta kosið sjálfa sig.

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra reið á vaðið í morgun og mætti til að kjósa í Hagaskóla um leið og kjörstaðir opnuðu núna klukkan 9:00. Ljósmyndari DV var á staðnum.

Katrín hefur lengst af í kosningabaráttunni verið efst í skoðanakönnunum eða meðal efstu frambjóðenda og þótt líklegur sigurvegari. Framboð Katrínar hefur reynst umdeilt. Ýmsir hafa sagt það ekki viðeigandi að stíga beint úr stóli forsætisráðherra í forsetaframboð en stuðningsmenn Katrínar hafa komið henni hraustlega til varnar og hafa haldið orðum eins og kvenfyrirlitning á lofti. Talsvert hefur borið á því í umræðunni að þeir kjósendur sem vilji alls ekki að Katrín verði forseti ættu að kjósa þann frambjóðanda sem næstur er henni í nýjustu skoðanakönnunum. Kjósa taktískt hefur það verið kallað.

Fari svo að Katrín beri sigur úr býtum virðist því ljóst að hún ætti mikið verk fyrir höndum við að fylkja þjóðinni að baki sér.

Nokkrar myndir af Katrínu og manni hennar Gunnari Sigvaldasyni á kjörstað í Hagaskóla má sjá hér fyrir neðan:

Mynd: Valli
Mynd:Valli
Mynd: Valli
Mynd:Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu

Pantaði sjúkrabíl í sex skipti á hálfu ári en borgaði ekki – Hundeltur af Slökkviliðinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans

Fjölskyldudrama í Landsrétti – Greip í taumana þegar aldraður faðir hans kynntist nýrri vinkonu og há upphæð hvarf af bankareikningi hans
Fréttir
Í gær

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka

Myndband: Hryllileg árás í Mjódd fyrir dóm – Líkur á að brotaþoli verði ákærður líka
Fréttir
Í gær

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans
Fréttir
Í gær

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika