fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433

Besta deild karla: Víkingur með dramatískt jöfnunarmark í stórleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. maí 2024 22:06

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í Bestu deild karla í kvöld þegar Breiðablik tók á móti Víkingi. Leikurinn var liður í 14. umferð en var spilaður í kvöld þar sem bæði lið eru í Evrópukeppni.

Leikurinn í kvöld var fremur rólegur lengi vel og ekki sama flugeldasýning og einhverjir vonuðust eftir.

Jason Daði Svanþórsson kom Blikum yfir á 77. mínútu en þar gerði hann vel í að skila sér inn á teig Víkings og setti smekklega fyrirgjöf Viktors Karls Einarssonar í netið.

Það stefndi í 1-0 sigur heimamanna en í uppbótartíma skoraði Gísli Gottskálk Þórðarson fyrir Víking. Óhætt er að segja að Anton Ari Einarsson hafi átt að gera betur í marki Blika.

Valdimar Þór Ingimundarson fékk gott færi til að skora sigurmark fyrir Víking í blálokin en tókst það ekki. Lokatölur 1-1.

Úrslitin þýða að Víkingur er enn á toppi deildarinnar, nú með 22 stig, 3 meira en Blikar sem eru í öðru sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning