fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 08:30

Snorri Ásmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, skrifar skemmtilegan pistil í Morgunblaðið í dag þar sem hann útskýrir hvers vegna hann ákvað að bjóða sig ekki fram til forseta.

„Ég skil ekki þessa þjóð, þess vegna væri ég ekki gott sam­ein­ing­ar­tákn og það var rétt og heiðarlegt af mér að gefa ekki kost á mér í for­seta­embættið í ár. Mér finnst líka gam­an að vera ekki for­seti og þetta embætti er líka hlægi­legt fyr­ir stór­brot­inn mann eins og mig,“ segir hann í pistlinum og heldur áfram:

„Ég er prins og flest­um prins­um fynd­ist kjána­legt að taka þátt í svona at­vinnu­viðtöl­um í feg­urðarsam­keppn­is­stíl. Mér finnst for­setafram­bjóðend­urn­ir í ár marg­ir hverj­ir góðir kandí­dat­ar í því sem þeir eru að gera í líf­inu og vil eng­um það að þurfa að vera í starfi for­seta.“

Snorri segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi eitt sinn hvíslað því að honum þegar hann var í framboði fyrir 20 árum að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt starf að vera forseti.

„En ég sé þó nokkra af þeim sem eru í fram­boði nú al­veg fyr­ir mér sem glæsi­lega for­seta. Mér fannst skemmti­legra að vera fjall­kona en for­setafram­bjóðandi og þótt ég yrði frá­bær for­seti er ég betri pí­anó­leik­ari og miklu betri kokk­ur,“ segir hann og endar grein sína á að óska þeim frambjóðendum velfarnaðar sem eru í framboði til forseta Íslands að þessu sinni.

Snorri var í viðtali í Lestinni á Rás 1 á dögunum og þar sagði Snorri að hann hefði fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram.

„Margir eru í fýlu yfir að ég sé ekki að fara fram. En svo er nokkuð sem fólk gleymir, eða kemur á óvart, og það er að það eru tuttugu ár síðan ég var framboði,“ sagði Snorri sem var opinber forsetaframbjóðandi fyrir kosningarnar 2004. Hann dró framboð sitt til baka áður en kom að því að skila inn meðmælalista. Þó hann hafi ekki farið aftur í forsetaframboð hefur hann í tvígang boðið sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins en ekki haft erindi sem erfiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“