fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Katrín opnar sig um áfallið: „Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar sem kom út í dag. Í viðtalinu ræðir Katrín meðal annars um persónuleg málefni, þar á meðal andlát föður síns, Jakobs Ármannssonar, sem lést þegar hann var 57 ára.

Katrín, sem er yngst fjögurra systkina, segist hafa átt góða æsku en fjölskyldan bjó við þröngan kost í blokkaríbúð í Álfheimum. „Þau voru ólík, mamma var tilfinningavera en pabbi alltaf rólegur. Þau voru sálufélagar og voru ekki aðeins hjón heldur bestu vinir,“ segir hún meðal annars um foreldra sína.

Um svipað leyti og Katrín útskrifaðist sem stúdent greindist faðir hennar með krabbamein í meltingarfærum og stuttu síðar kom í ljós að meinið var komið of langt til að unnt væri að meðhöndla það. „Það var áfall,“ segir Katrín í viðtalinu en meinið dró föður hennar til dauða á aðeins þremur mánuðum.

Katrín hafði kynnst sorginni þegar amma hennar lést í barnæsku en sorgin var önnur og meiri þegar faðir hennar fór.

„Þetta var stærra. Ofan á allt var bróðir pabba að takast á við krabbamein á sama tíma og lést nokkrum mánuðum síðar. Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum. Sorgin var því margbrotin. Pabbi, sem var svo vinsæll og vel liðinn, var farinn frá okkur,“ segir hún við Heimildina.

Katrín segir að við það að missa föður sinn svona ung hafi hún áttað sig á því að lífið er ekki endalaust.

„Það hljómar kannski eins og sjálfshjálparbók en þú átt ekki að bíða eftir því að rétti tíminn komi. Oft hefur mér verið sagt að bíða, minn tími muni koma. En kannski kemur hann aldrei. Það þýðir ekkert að bíða eftir því að einhver annar segi að nú sé lag, því lífið er mikilvægara en dauðinn.“

Í viðtalinu ræðir Katrín einnig um fjölskylduna, ástina, stjórnmálin og forsetaembættið svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu