fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Óskar Hrafn óvænt hættur með Haugesund – „Þetta er mikið sjokk“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. maí 2024 08:05

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. NRK segir að Óskar Hrafn tilkynnt félaginu í gær að hann vildi hætta þjálfun liðsins.

Óskar samdi við félagið í október í fyrra en þar áður hafði náð eftirtektarverðum árangri með Breiðablik og meðal annars komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Aðeins sex umferðir eru búnar af norsku úrvalsdeildinni og hefur gengi Haugesund verið upp og niður. Liðið er með sex stig eftir tvo sigurleiki og fjóra tapleiki.

Jesper Mathison, sérfræðingur TV2 um knattspyrnu, segir að uppsögnin hafi komið honum verulega á óvart.

„Þetta er mikið sjokk því ég virkilega hélt að þetta samstarf myndi standa yfir í langan, langan tíma.“

Hann segir að Óskar hafi spilað lykilhlutverk í uppbyggingu liðsins að undanförnu og stefnan hafi verið sett á að fá inn yngri leikmenn og leikmenn sem henta í þann leikstíl sem félagið vill spila.

„Það er ómögulegt að segja eitthvað meira fyrr en maður veit ástæðurnar fyrir þessu. En þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti – og virðist ekki vera eitthvað sem Haugesund hafi verið búið að undirbúa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Í gær

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar