fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Guðmunda segir að það verði riðið á Bessastöðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 12:30

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmunda G. Guðmundsdóttir sem titlar sig sem kjósandi á Hvolsvelli ritar grein sem birt var á Vísi nú í morgun. Hún gerir þar athugasemdir við umræðu um einkalíf forsetaframbjóðenda. Hún segir einkalíf frambjóðendanna skipta litlu máli og það sé með hreinum ólíkindum að fólk sé að velta fyrir sér hvort að sá einstaklingur sem verði kjörinn forseti muni stunda kynlíf á Bessastöðum. Guðmunda segir að það verði sannarlega riðið á Bessastöðum og það sé bara nákvæmlega ekkert að því:

„Fólk skrifar pistla og greinar, mis gáfulegar, um sínar hugleiðingar á frambjóðendunum og fylgdarliði. En spurningin sem virðist hafa tröllriðið öllu er „ætlið þið að ríða á Bessastöðum“? Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að leggja til að forsetinn og maki hans lifi skírlífi þau ár sem hann verður í embætti. Svo við getum gert ráð fyrir að það verði kysst, faðmað, knúsað, kelað, kúrt og riðið já riðið á Bessastöðum,“ skrifar Guðmunda.

Guðmunda óskar eftir því að forsetaframbjóðendur segi kjósendum fyrir hvað þeir standa og hætti að níða aðra:

„Þá fáið þið kannski að ríða á Bessastöðum því það er jú það sem allt snýst um er það ekki?“

Guðmunda hvetur alla kjósendur til að nýta sér kosningaréttinn í forsetakosningunum 1. júní. Hún vonast til þess að kjósendur velji sér forseta á málefnalegum grunni, forðist fordóma og fari ekki eftir því hvað aðrir segja um viðkomandi frambjóðanda:

„Kjósið þann glæsilegasta, virðulegasta, málefnalegasta, glaðlegasta eða hvað ykkur finnst að forseti þurfi til að bera, verið sjálfum ykkur samkvæm og heiðarleg“, skrifar Guðmunda og bætir við að lokum:

„Þá getið þið haft áhrif á hver fái að ríða á Bessastöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“