fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. maí 2024 09:07

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK vann ansi óvæntan 3-1 sigur á Víkingi í Bestu deild karla í gær. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, setti nokkur stór nöfn á bekkinn fyrir leik en sparkspekingurinn og formaður Leikmannasamtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, segir það hafa borið vott af hroka.

HK var aðeins með 1 stig fyrir leikinn í gær og Víkingur með fullt hús á toppnum. Arnar hafði menn eins og Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og aðalmarkvörðinn Ingvar Jónsson utan byrjunarliðs Víkings.

„Mér finnst Víkingar pínu hrokafullir, að geyma þessa menn á bekknum sem mér finnst að eigi að vera í liðinu. En allt í lagi, þú getur farið í það að rótera því þú ert með Evrópukeppni líka og þetta er langt tímabil. En þegar þú gerir þetta sendir þú ómeðvitað skilaboð inn í leikmannahópinn um að þetta verði ekki erfiður leikur. Þannig allt liðið kemur með ákveðið vanmat inn í þennan leik,“ segir Arnar Sveinn í Dr. Football.

Varamarkvörðurinn Pálmi Rafn Arinbjörnsson var í marki Víkings í gær og telur Arnar það hafa getað verið vatn á myllu HK-inga.

„Sjáiði hvað þeir halda um okkur. Það er ekki meiri virðing fyrir okkur á heimavelli en þetta. Það sem gerist er að Arnar fær þetta massíft í bakið,“ segir Arnar Sveinn enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mikill áhugi þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu

Mikill áhugi þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður United varpar sprengju eftir gærkvöldið – Hjólar í Amorim

Leikmaður United varpar sprengju eftir gærkvöldið – Hjólar í Amorim
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fimm lið berjast um þrjú laus sæti – Þetta þarf hvert og eitt lið að gera til takast ætlunarverkið

Fimm lið berjast um þrjú laus sæti – Þetta þarf hvert og eitt lið að gera til takast ætlunarverkið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum Liverpool-maðurinn kallar þetta gott

Fyrrum Liverpool-maðurinn kallar þetta gott
433Sport
Í gær

Arsenal hefur viðræður um leikmann Real Madrid

Arsenal hefur viðræður um leikmann Real Madrid
433Sport
Í gær

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“

Áhugaverð staða Róberts til umræðu – „Hann og hans fjölskylda sætta sig ekki við þetta“
433Sport
Í gær

Delap fundar með Newcastle en United er líklegasti áfangastaðurinn

Delap fundar með Newcastle en United er líklegasti áfangastaðurinn