fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 26. apríl 2024 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir skilaði inn lista sínum til landskjörstjórnar í Hörpu um tíu leytið í morgun.

Hún ætlar sér stóra hluti ef hún verður kosin í embættið og langar meðal annars að hjálpa ungu fólki í húsnæðisvanda.

Þegar Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, sagði það kannski ekki tengjast forsetaembættinu sagðist Ásdís vera kona með kjark.

„Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna,“ sagði hún við Heimi í myndbandi á Vísi.

Hefur verið einskonar talsmaður landsins um árabil

Heimir spurði hvað væri helsta erindi hennar í framboð til forseta og hvers vegna hún hafi ákveðið að blanda sér í þennan leik.

„Ég held að ég sé búin að fá alveg rosalega góða þjálfun núna síðustu ár erlendis, ég er búin að vera í hálfgerðu ambassador starfi og búin að vera að kynna land og þjóð út um allan heim, í viðtölum og ég held að ég sé mjög hæf til þess að taka að mér þetta starf.“

Þá spurði Heimir: En hvað hefurðu fram að færa til embættisins, hverjar verða þínar áherslur í embættinu?

„Heyrðu, það verða.. ég  ætla að fara á fulla ferð í góðgerðamál. Mig langar til þess að auðvelda fólkinu lífið hérna á Íslandi. Koma til móts við barnafólk, eldra fólk og líka unga fólkið sem vantar húsnæði og svoleiðis.“

Forseti hefur kannski ekki neitt ákvörðunarvald í þeim efnum en kemur við sögu við stjórnarmyndun ef það er stjórnarkreppa. Treystirðu þér til þess?

„Að sjálfsögðu. Ég er kona með kjark þannig að ég get það alveg fyllilega og ég get líka allt hitt. Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna,“ sagði Ásdís brosandi.

„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvarðanir fyrir þjóðina, það er alveg víst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“