fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Fókus
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poetrix, sem er listamannsnafn Sævars Kolandavelu, hefur sent frá sér plötuna „Biluð plata“ en í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið „Fyrir alla“ af plötunni.

Um leið og Poetrix færir almenningi þessa tónlist vill hann vekja athygli á fjársöfnun til styrktar Sævari sem hefur glímt við mjög erfið veikindi undanfarin ár. Um er að ræða króníska gigt og hryggskaða. Sjúkdómurinn er flókinn en fjallað var um málið í viðtali á  mbl.is í fyrra. Þar segir meðal annars:

„Vand­inn er í raun margþætt­ur en það er lík­legt að hrygg­ur­inn sé laus frá mjöðminni. Ég hef verið með skekkju í fæti frá fæðingu. Við erum að reyna að stuðla að sam­tali við fólk í heil­brigðis­kerf­inu. Í verk­ferl­un­um sjálf­um virðast ekki vera lausn­ir fyr­ir fólk og það er eins og þeir séu ekki bún­ir til fyr­ir fólk. En ég er viss um að starfs­fólkið sé per­sónu­lega með okk­ur í liði. Mögu­leik­arn­ir sem standa starfs­fólki til boða til að sinna sjúk­ling­um í heil­brigðis­kerf­inu eru tak­markaðir miðað við mína reynslu. Við ger­um ekki endi­lega ráð fyr­ir því að lækn­arn­ir hafi aðstöðu, þekk­ingu eða tíma til að ljúka mál­inu þar sem þetta er margþætt. Ég veit ekki hvort um­hverfið og aðstaðan sé til staðar til að fram­kvæma aðgerðir sem lík­lega eru nauðsyn­leg­ar í mínu til­viki.  Í versta falli mun ég reyna að fara til Ind­lands og vinna með lækni þar sem er mjög framar­lega í sínu fagi. En tím­inn líður og við þurf­um að koma þessu í betri far­veg. Það sést bara á mér að ég er í tætl­um.“

Verkefnið til styrktar Sævari ber heitið Thugmonk og má nánar lesa um það hér og veita því stuðning.

Síðan er um að gera að njóta hressilegrar tónlistar í spilaranum hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024