fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Gjaldeyrisskiptastöðvar geta loks tekið til starfa í Leifsstöð

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 16:55

Flugferð frá Íslandi til Póllands í desember leiddi til örstuttra kynna pólskrar konu og íslensks karlmanns en hann hefur æ síðan verið konunni afar hugleikinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi komist að þeirri niðurstöðu að Prosegur Change Iceland ehf. sé hæft til að fá skráningu sem veitandi gjaldeyrisskiptaþjónustu samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta þýðir að gjaldeyrisskiptastöðvar undir merkjum ChangeGroup hafa öðlast nauðsynleg starfsleyfi til að taka til starfa á Keflavíkurflugvelli tveimur og hálfum mánuði eftir að fyrirtækið tók við fjármálaþjónustu á flugvellinum, eftir að Isavia samdi við það í kjölfar útboðs á síðasta ári.

Eins og DV greindi nýlega frá var ChangeGroup stofnað í Bretlandi en er nú í eigu spænska fyrirtækisins Prosegur. ChangeGroup rekur meðal annars gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvöllum víða um heim en einnig eru reknar gjaldeyrisskiptastöðvar undir merkjum móðurfélagsins og bera þá heitið Prosegur Change. Eins og fram kom í frétt DV lá fyrir þegar Isavia samdi við fyrirtækið um að veita fjármálaþjónustu á flugvellinum meðal annars með því að reka gjaldeyrisskiptastöðvar að það hefði ekki starfsleyfi til að starfrækja slíkar stöðvar hér á landi. Engin gjaldeyrisskiptastöð hefur því verið til staðar á Keflavíkurflugvelli síðan í byrjun febrúar, þegar ChangeGroup tók við allri fjármálaþjónustu á flugvellinum. Það var hins vegar einkum skýrt með því að opnun þeirra hefði tafist vegna framkvæmda.

Sjá einnig: Isavia samdi við fyrirtæki sem hefur ekki öll tilskilin leyfi

Farin var sú leið að stofna íslenskt dótturfélag, Prosegur Change Iceland ehf., og sótti það um starfsleyfi. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur nú veitt leyfið og þar með er væntanlega ekkert því til fyrirstöðu, hvað varðar nauðsynleg leyfi, að gjaldeyrisskiptastöðvarnar geti tekið til starfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu