fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Afsökunarbeiðni ÍR-inga eftir svívirðingar í garð leikmanns Selfoss – „Hættu þessu þarna, litla draslið þitt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2024 17:30

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksdeild ÍR birti í gærkvöldi afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni vegna orðbragðs sem viðhöfð voru á ÍR TV í vefútsendingu frá heimaleik félagsins gegn liði Selfoss í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik síðastliðinn föstudag. Beindu lýsendur leiksins orðum sínum að einum leikmanna Selfoss og létu ýmis misfögur orð falla í hans garð eftir að leikmaðurinn braut nokkuð fast á einum leikmanna ÍR.

Sagði annar þeirra meðal annars:

„Hættu þessu þarna, litla draslið þitt. Litli aumingi.“

Hinn bætti þá við:

„Þetta er vælukjói. Númer 0 hjá Selfoss. Algjör vælukjói. Búinn að vera svona allan leikinn. Það nennir honum enginn. Allir þreyttir á honum.“

Hinn lýsandinn tók loks aftur til máls:

„Hundleiðinlegur karakter, maður. Jesús minn hvað ég þoli hann ekki.“

Myndband með þessum orðaskiptum úr lýsingu ÍR TV má sjá hér að neðan en ÍR lék í hvítum búningum og Selfoss í dökkum búningum.

 

Stuðningsmaður einnig nefndur til sögunnar

Því er einnig haldið fram á samfélagsmiðlum að stuðningsmaður ÍR sem var viðstaddur leikinn hafi tekið einn leikmann Selfoss sérstaklega fyrir með köllum og ljótum athugasemdum. Miðað við það virðast því lýsendur ÍR TV ekki hafa verið einir um að hafa viðhaft athugasemdir í garð leikmanna Selfoss sem sumum, miðað við athugasemdir á samfélagsmiðlum, sem viðstödd voru leikinn eða horfðu á hann í útsendingu ÍR TV þóttu ósæmileg.

Eins og áður segir baðst körfuknattleiksdeild ÍR, ásamt ÍR TV, afsökunar í færslu á Facebook-síðu sinni á orðbragðinu sem viðhaft var í útsendingu ÍR TV en það er á vegum félagsins eins og sambærilegar rásir annarra félaga sem senda heimaleiki sína beint út í gegnum internetið, leyfi réttindamál slíkar útsendingar. Lýsendur í slíkum útsendingum eru yfirleitt tengdir viðkomandi félagi. Afsökunarbeiðni körfuknattleiksdeildar ÍR og ÍR TV er svohljóðandi:

„KKD ÍR og ÍR TV harma þau ummæli sem látinn voru falla í vefútsendingu ÍR TV yfir leik ÍR og Selfoss sl. föstudag. Ummælin eru hvorki félaginu né ÍR TV til framdráttar og biðjum við alla hluteigandi aðila afsökunar á þeim ummælum sem fóru út í nafni félagsins. Tekið verður á þessum málum innan KKD ÍR og brugðist við eins og þurfa þykir. Það er okkar ósk að þessi ummæli setji ekki meiri svip á einvígi tveggja flottra körfuboltaliða sem voru til fyrirmyndar innan vallar.

Virðingarfyllst,

Stjórn KKD ÍR og forsvarsmenn ÍR TV“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“