fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Spáin fyrir Bestu deildina – ,,Er hann ekki bara of massaður sá gæi eða?“

433
Föstudaginn 5. apríl 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað á laugardag og 433.is er að sjálfsögðu með spá fyrir leiktíðina. Spáin var opinberuð í Íþróttavikunni sem kemur út vikulega. Þar voru Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson að vanda og í þetta sinn sat sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Kristján Óli Sigurðsson með þeim.

7. sæti: ÍA
Lykilmaður: Viktor Jónsson
Niðurstaða í fyrra: 1. sæti í Lengjudeildinni

,,Það sem ég hef áhyggjur af með ÍA er vörnin, þeir eru með Hlyn sem hefur ekki gert neitt að viti, Óliver Stefánsson sem kom á láni og var lala og svo er hafsentinn þeirra, vinur Haaland, Erik Sandberg er hann ekki bara of massaður sá gæi eða?“ sagði Hrafnkell um ÍA.

,,Hann er fallegur en hann er helvíti massaður.“

Kristján telur að ÍA verði ekki í fallbaráttu þetta árið og segir að nokkrir öflugir leikmenn séu í leikmannahópi liðsins.

,,Ég sé þá ekki dragast í fallbaráttu, Vardic er hörkuleikmaður og svo Rúnar, ég veit ekki með þennan Norðmann. Arnór Smára er í hörkustandi en ég myndi segja að hann sé 70 mínútna maður, hann fer ekki hratt yfir en er með fótboltaheila upp á tíu,“ bætir Kristján við.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“
433Sport
Í gær

United mætt af krafti í kapphlaupið

United mætt af krafti í kapphlaupið
Hide picture