fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Gunnar Smári með sturlaða hugmynd: Ísland verði skilgreint sem heimsálfa – Mikill ávinningur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, varpaði fram skemmtilegri hugmynd á Facebook-síðu sína í vikunni.

„Ekki að það tengist ósk Norðanmanna um að Akureyri verði borg, en þá var ég að velta fyrir mér hvort Íslendingar eigi ekki að fara fram á að land sitt verði skilgreint sem heimsálfa,“ sagði Gunnar Smári og benti á að Íslandi væri á milli Ameríku og Evrópu og tilheyri landfræðilega báðum meginlandsflekunum – og þar af leiðandi hvorugum að fullu.

Gunnar Smári sér mikinn ávinning ef þetta verður að veruleika.

„Ávinningurinn væri til dæmis að við gætum stofnað sérsamband Íslandsríkja innan FIFA og krafist þess að þau fái fast sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Það lið sem sigraði Íslandsmót fengi líka sjálfkrafa rétt til að spila í álfukeppni félagsliða. Meðan ég skrifa þetta sé ég mörg tækifæri opnast sem eru lokuð fyrir okkar kúgaða land, sem er í raun álfa en fær það ekki viðurkennt.“

Óhætt er að segja að margir taki undir þessa hugmynd Gunnars Smára.

„Líst vel á þessa hugmynd og nú er bara að fara að vinna í þessu,“ segir einn og annar bætir við: „Fín hugmynd.“

Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður og bróðir Gunnars Smára, segir: „Setja í gang.“

Aðrir eru þó efins og segir einn: „Held það sé ekki á stórmennskubrjálæði landans bætandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“

Óli Palli ætlar ekki að horfa á Eurovision – Ísrael sé „hræðilegasta hrekkjusvín í öllum heiminum“
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni