fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – Arnar Þór Viðarsson fær á baukinn og allir virðast elska Albert

433
Fimmtudaginn 21. mars 2024 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er komið í hreinan úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu næsta sumar, þetta varð ljóst eftir öflugan sigur á Ísrael í kvöld.

Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik en liðið vann sigur á Bosníu, sá leikur fer fram á þriðjudag í Póllandi.

Ísraelar komust yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnu en Eran Zahavi skoraði úr spyrnunni. Daníel Leó Grétarsson gerði sig þá sekan um slæm mistök.

Albert Guðmundsson jafnaði hins vegar metinn fyrir íslenska liðið á 39 mínútu með mögnuðu marki beint úr aukaspyrnu. Þremur mínútum síðar kom íslenska landsliðinu yfir.

Staðan 2-1 í hálfleik en íslenska liðið barðist af krafti allan leikinn. Ísrael fékk vítaspyrnu á 80 mínútu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði baðað út höndunum í teignum.

Zahavi fór aftur á punktinn og gat jafnað en skaut framhjá. Þremur mínútum síðar skoraði Albert sitt annað mark í leiknum.

Hann fullkomnaði svo þrennu sína í leiknum á 87 mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti frá Jóni Degi. 4-1 sigur Íslands staðreynd og liðið komið í úrslitaleikinn á þriðjudag.

Íslenska þjóðin var í stuði á X-inu í kvöld og hér má sjá hvað hún hafði að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina