fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Undanfarnar vikur erfiðar hjá Arnóri og félögum – „Það er svo stutt á milli“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Það hefur lítið gengið upp hjá Blackburn í ensku B-deildinni undanfarið. Með liðinu spilar íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson og hann ræddi við 433.is í gær.

Blackburn hefur ekki unnið í átta leikjum í röð, þar af fóru sex jafntefli. Liðið hefur sogast niður í fallbaráttu og er nú aðeins 3 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Það er svo stutt á milli í þessari deild. Ef þú tapar nokkrum leikjum ertu fljótur að fara niður. Sama gildir ef þú vinnir nokkra leiki, þá ertu fljótur að fara upp. Það eru átta leikir eftir svo við þurfum aðeins að spýta í lófana,“ sagði Arnór á hóteli íslenska landsliðsins hér í Búdapest í gær.

video
play-sharp-fill

Enska B-deildin er ansi strembin deild.

„Þetta er alvöru. Maður þarf að vera upp á sitt besta bæði líkamlega og andlega alla daga. Þetta eru 46 leikir og ein erfiðasta deild í heimi að spila í,“ sagði Arnór sem er ansi sáttur í Blackburn.

„Mér líður mjög vel þarna. Það er góð liðsheild og strákarnir í liðinu tóku mér fagnandi frá fyrsta degi.“

Ítarlegra viðtal við Arnór, þar sem landsleikur kvöldsins gegn Ísrael er einnig tekinn fyrir, er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
Hide picture