fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Hjörtur: „Ég geri mér vonir um það eins og aðrir leikmenn í hópnum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

„Það er mikil tilhlökkun. Það er verðugt verkefni fyrir höndum. Þetta er úrslitaleikur, gerast ekki mikið stærri. Vonandi klárum við þann leik með stæl og stefnum á annan úrslitaleik eftir viku,“ sagði Hjörtur Hermannsson landsliðsmaður um komandi leik gegn Ísrael við 433.is í dag.

Ísland og Ísrael mætast á fimmtudag hér í Búdapest, en ekki er spilað í Ísrael vegna ástandsins á Gasa. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.

Eins og aðrir gerir Hjörtur, sem er leikmaður Pisa á Ítalíu, tilkall til að byrja leikinn á fimmtudag.

„Ég geri mér vonir um það eins og aðrir leikmenn í hópnum. Ég held að allir séu klárir í að leggja hönd á plóg.“

Ísland og Ísrael mættust tvisvar í Þjóðadeildinni árið 2022. Báðum leikjum lauk með jafntefli.

„Þetta er mikið af sömu leikmönnum (hjá þeim) svo það gefur góða raun að hafa spilað gegn þeim fyrir ekki svo löngu. En að baki liggur önnur undankeppni, þeir búnir að þróa sinn leik og við líka, svo það má ekki leggja of mikinn þunga á það,“ sagði Hjörtur.

Ítarlegra viðtal við hann má nálgast í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Í gær

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
Hide picture