fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Hjólar í Trent – „Stundum er betra að halda bara kjafti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. mars 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal, var ekki hrifinn af ummælum Trent Alexander-Arnold, leikmanns Liverpool, sem vöktu mikla athygli á dögunum.

Í aðdraganda leiks Liverpool gegn Manchester City um helgina sagði Trent að titlar Liverpool undanfarin ár hefðu meiri þýðingu fyrir þá og þeirra stuðningsmenn en í tilfelli City í ljósi fjárhagsstöðu félaganna.

Þetta vakti úlfúð og var enska bakverðinum til að mynda svarað fullum hálsi af Erling Braut Haaland, stjörnu City.

Petit var einn af þeim sem var ekki hrifinn af ummælum Trent.

„Er hann að segja að stuðningsmenn Liverpool séu betri eða ástríðufyllri en aðrir? Finnst honum þeir eiga skilið að vinna fleiri titla út af stuðningsmönnum þeirra? Þetta er fáránlegt. Stundum er betra að halda bara kjafti,“ sagði Frakkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“