fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Pavel kominn í veikindaleyfi frá Tindastól

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 14:04

Pavel Ermol­in­skij

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pavel Ermol­in­skij er kom­inn í veik­inda­leyfi sem þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik. Tindastóll sendi frá sér tilkynningu nú fyrir stundu þar sem greint var frá þessum tíðindum en  Svavar Atli Birgisson mun taka tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson. Svavar Atli hefur í langan tíma verið aðstoðarþjálfari meistaraflokksins, nú síðast með Pavel, og Helgi Freyr er þjálfari meistaraflokks kvenna en bætir þessu nýja hlutverki við sig fram á vorið.

Samkvæmt heimildum DV er alls óvíst hvenær, og hreinlega hvort, Pavel snýr aftur til starfa hjá félaginu.

Lið Tindastóls er ríkjandi Íslandsmeistari en Pavel, sem er 37 ára gamall, tók við þjálfun liðsins í janúar í fyrra og átti stóran þátt í að landa fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins. Titilvörnin hefur þó gengið brösuglega en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og situr sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig eftir 19. umferðir. Tveimur stigum á undan Hetti og Stjörnunni sem eru í 8-9. sæti. Átta efstu liðin komast áfram í úrslitakeppnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“