fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Leitað að íslenskri konu á tíræðisaldri sem á inni arf – Talin búa í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2024 15:30

Mynd: Andri Marinó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu í dag er birt áskorun frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu til íslenskrar konu á tíræðisaldri um að gefa sig fram og vitja arfs sem hún á inni.

Í áskoruninni kemur fram að í síðastliðnum mánuði hafi verið lokið einkaskiptum á dánarbúi manns sem fæddur var um miðja síðustu öld. Það kemur ekki fram hvenær maðurinn lést en líklega hefur það verið á síðasta ári og var hann því á áttræðisaldri þegar hann lést.

Meðal erfingja mannsins er umrædd kona sem er tæplega 20 árum eldri en hann. Hún er sögð systir hins látna en þau eru ekki kennd við sama föður og svo virðist því sem þau geti hafa verið hálfsystkini sammæðra.

Tekið er fram í áskoruninni að talið sé að konan sé búsett í Bandaríkjunum en hún hafi ekki gefið sig fram og ekki sé vitað hvar sé hægt að ná til hennar.

Það kemur ekki fram í áskoruninni hversu há upphæð arfsins, sem bíður eftir konunni, er en tekið er fram að hún geti vitjað hans hjá skiptasviði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Konunni er þó gefinn rúmur tími til að nálgast arfinn. Gefi hún sig ekki fram innan 10 ára frá birtingu áskoruninnar, geta erfingjar hennar krafist þess að fá það afhent eins og hún hefði ekki lifað þegar arfurinn kom til sögunnar. Komi slík krafa, frá erfingjum konunnar, ekki fram innan eins árs frá lokum þess 10 ára frests sem henni er gefinn, til að nálgast arfinn, skal sýslumaður greiða féð í ríkissjóð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug