fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Real Madrid ósannfærandi en fór áfram – Orri byrjaði í tapi FCK

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. mars 2024 21:55

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og þar með eru fjögur lið komin inn í 8-liða úrslit keppninnar.

Evrópumeistarar Manchester City tók á móti FC Kaupmannahöfn, þar sem Orri Steinn Óskarsson var óvænt í byrjunarliði danska liðsins. Fyrri leiknum lauk með 1-3 sigir City í Kaupmannahöfn og því á brattann að sækja fyrir gestina.

Það var því ekki á það bætandi þegar Manuel Akanji kom City yfir strax á 5. mínútu leiksins og Julian Alvarez tvöfaldaði forskotið skömmu seinna.

Eftir tæpan hálftíma leik minnkaði Mohamed Elyounoussi muninn fyrir FCK eftir frábæra stoðsendingu Orra. Erling Braut Haaland átti hins vegar eftir að koma City í 3-1 skömmu fyrir hlé og þar við sat.

Getty Images

Í Madríd tóku heimamenn í Real á móti RB Leipzig. Spænska liðið vann fyrri leikinn í Þýskalandi 0-1.

Real Madrid var alls ekki sannfærandi í kvöld en komst hins vegar yfir með marki Vinicius Junior á 65. mínútu.

Willi Orban jafnaði fyrir Leipzig með frábærum skalla skömmu síðar. Þýska liðið herjaði á Madrídinga þegar leið á leikinn en tókst ekki að skora.

Real Madrid vinnur samanlagt 2-1 og fer áfram.

City og Real Madrid fara í hóp með PSG og Bayern Munchen sem einnig eru komin í 8-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Í gær

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það