fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

54% VR félaga orðið fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2024 13:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir helmingur allra VR félaga eða 54% hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi á ferlinum. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem félagið lét gera meðal 30 þúsund VR félaga á haustmánuðum 2023 og fjallað er um í nýútkomnu blaði VR.

Hlutfallið er hæst meðal kvenna á aldrinum 25 til 34 ára eða 67%. Hlutfallið hjá erlendu félagsfólki er 60%.

Hvað er áreitni eða ofbeldi?

Alþjóðlega vinnumálastofnunin (ILO) skilgreinir áreitni eða ofbeldi nokkuð vítt sem: hvers kyns hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að valda sálrænum, líkamlegum, fjárhagslegum eða kynferðislegum skaða. Áreitni eða ofbeldi í starfi getur átt sér stað á vinnustað, í vinnuferðum eða starfstengdum viðburðum, í gegnum fjarskiptatækni vegna vinnu eða á leið í og úr vinnu.

Samkvæmt þessu getur áreitni eða ofbeldi í starfi falist í öllu frá dónalegri framkomu, særandi orðanotkun og yfir í alvarlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. 

18% orðið fyrir áreitni eða ofbeldi fjórum sinnum eða oftar

Könnunin leiddi í ljós að 18% félaga hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni síðastliðna tólf mánuði og helmingur þess hóps hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi fjórum sinnum eða oftar á sama tímabili. 

Flest atvik af sálrænum toga

Algengasta birtingarmynd áreitni í starfi er af sálrænum toga. Fjórði hver félagi segist hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín síðastliðna tólf mánuði. Á sama tímabili hafa 18% félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. 

  • 54% VR félaga hafa upplifað áreitni eða ofbeldi í starfi einhvern tímann á starfsferlinum
  • 67% kvenna á aldrinum 25-34 ára
  • 60% hjá erlendum félögum.
  • 18% VR félaga hafa upplifað áreitni eða ofbeldi í starfi á síðustu 12 mánuðum
    9% VR félaga hafa upplifað áreitni eða ofbeldi í starfi fjórum sinnum eða oftar á síðustu 12 mánuðum
  • 23% VR félaga hafa fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum 12 mánuðum
  • 18% hafa orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra
  • 8% hafa orðið fyrir ógnandi hegðun eða hótunum
  • 6% hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni
  • 2% hafa orðið fyrir annars konar áreitni eða ofbeldi
  • 1% hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi

Segir að mikilvægt sé að hafa í huga þann fjölda sem stendur tölunum að baki, það að 1% hafi orðið fyrir líkamlegu ofbeldi í starfi samsvari til dæmis hundruðum atvika á ári.

Fjöldi óánægður með viðbrögð vinnustaðar eftir tilkynningu

Helmingur þeirra félaga sem tilkynntu atvikið voru ánægðir með viðbrögð vinnustaðarins, en 52% þeirra félaga sem hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi tilkynntu atvikið. Hjá þeim VR félögum sem sögðust ekki vita hvert þau ættu að leita yrðu þau fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi voru 80% óánægð með viðbrögð vinnustaðarins.

Hverjir eru gerendur?

Í könnuninni var spurt um gerendur, það er hvort starfsfólk sem hafði upplifað áreitni eða ofbeldi í starfi hafi orðið fyrir því af hendi stjórnenda, vinnufélaga eða þriðja aðila (til dæmis viðskiptavina, skjólstæðinga, eða utanaðkomandi aðila á vinnustað). Niðurstöðurnar í þeirri spurningu eru sem segir (af þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi):

  • 56% hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi af hálfu stjórnenda
  • 45% hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi af hálfu vinnufélaga
  • 24% hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi af hálfu viðskiptavina eða skjólstæðinga
  • 43% starfsfólks í verslun hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi af hálfu viðskiptavina
  • 4% hafa orðið fyrir áreitni eða í starfi af hálfu annarra utanaðkomandi aðila á vinnustað (svo sem birgja, sendla, eða verktaka)

Staðan á Íslandi skárri en í nágrannalöndum

Þrátt fyrir að framangreindar tölur séu sláandi og háar er staðan á Íslandi skárri en í mörgum nágrannaríkjum eins og segir í blaði VR. Í könnun í Finnlandi kom fram að 56% verslunarfólks þar í landi varð fyrir kynferðislegri áreitni í starfi. Í Bretlandi eru tölurnar ógnvænlegar, 11% varð fyrir líkamlegu ofbeldi í starfi og 90% varð fyrir dónalegri, niðurlægjandi eða særandi orðanotkun.

VR segir að nauðsynlegt sé að samfélagið leggist á eitt og að atvinnurekendur, stjórnvöld, stéttarfélög og almenningur geri allt sem í valdi þeirra stendur til þess að útrýma áreitni og ofbeldi á vinnustöðum landsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn