fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Pressan

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 17:30

Mynd frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir drengir í London, 11 og 12 ára gamlir voru handteknir grunaðir um að hafa drepið fjölda dýra í háskóla í vesturhluta borgarinnar. Drengirnir, sem hafa verið látnir lausir gegn tryggingu, eru grunaðir um innbrot og dýraníð.

Það er Sky News sem greinir frá þessu.

Lögreglan var kölluð að skólanum, Capel Manor College, um liðna helgi. Fjöldi dýra hafði verið drepinn og gerði margra dýranna höfðu verið skemmd.

Tæknideild lögreglunnar fór á vettvang og upptökur úr öryggismyndavélum voru rannsakaðar.

Í yfirlýsingu frá skólanum segir að um skelfilegan atburð sé að ræða og að ugla sem var vistuð í skólanum hafi sloppið út eftir innbrotið. Starfsfólk vinni með lögreglunni að rannsókn málsins og öryggisgæsla í skólanum hafi verið aukin.

Yfirmaður skólans segir málið hræðilegt en að starfsfólk hafi staðið sig frábærlega við að lagfæra þær skemmdir sem urðu. Búið er að opna skólann á ný og kennsla heldur áfram eins og venjulega. Verið er að útvega önnur dýr í stað þeirra sem drepin voru.

Skólin sérhæfir í námi sem tengist umhverfinu og dýrum. Boðið er upp á nám þar sem bæði ungmennum og fullorðnum er kennt að annast garða, umhverfi og dýr. Síðastliðinn mánudag fór öll kennsla fram í fjarkennslu á meðan verið var að hreinsa til og laga skemmdir en staðnám gat hafist strax daginn eftir.

Ugla skólans leikur enn lausum hala í stórborginni og eru þau sem verða hennar vör beðin um að hafa samband við skólann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu

Endurgerðu andlit Neanderdalskonu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru

Þessi mynd lagði líf drengjanna í rúst – Nú hafa þeir fengið uppreisn æru