fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Lára og Stefán til gæðalausna Origo

Eyjan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Kristín Kristinsdóttir og Stefán Hirst Friðriksson hafa verið ráðin til Origo í gæða- og innkaupalausnir. „Við erum mjög ánægð með að fá svona öflugt fólki í teymið okkar þar sem við þjónustum nú 200 viðskiptavini,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða- og innkaupalausna Origo.

Lára Kristín hefur verið ráðin til Origo til þess að sinna Justly Pay ráðgjöf fyrir jafnlaunavottun og innleiðingu á CCQ. „Ég er mjög spennt að takast á við fjölbreytt verkefni, hjálpa viðskiptavinum okkar að ná sínum markmiðum og komast inn í svona skemmtilegt teymi,“ segir Lára.

Áður starfaði Lára Kristín hjá Stekki Fjárfestingarfélagi sem rekstrar- og fjármálastjóri og sem ráðgjafi hjá Límtré Vírnet í gæða- og umhverfismálum. Hún hefur MBA gráðu frá Copenhagen Business school, MA gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í mannfræði frá London School of Economics.

Stefán Hirst hefur verið ráðinn sölustjóri gæða- og innkaupalausna en hann hefur víðtæka reynslu af sölu á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Áður starfaði hann hjá Símanum sem deildar- og sölustjóri. Stefán lauk MS gráðu í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá sama skóla.

„Það er stefna Origo að breyta leiknum með betri tækni og það er mjög heillandi að fá að leggja sitt af mörkum í þeirri vegferð. Það þarf stöðugt að þróa til þess að uppfylla þarfir viðskiptavina og vera áfram fremst á markaði,“ segir Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna