fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Hoppaði inn í ljónagryfjuna til að taka sjálfsmynd

Pressan
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 06:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons/Benh LIEU SONG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku gerði Prahlad Gujjar, 38 ára, sér lítið fyrir og fór inn í ljónagryfju í dýragarði í Andhra Pradesh á Indlandi til að taka sjálfsmynd. Hann komst ekki lifandi upp úr gryfjunni.

Girðingin umhverfis ljónagryfjuna er tæpir fjórir metrar á hæð.   Það dugði ekki til að stöðva Gujjar sem klifraði upp á hana og stökk síðan niður í gryfjuna. Talið er að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og hafi ætlað að taka mynd af sér með ljóni að því er staðarmiðlar segja.

Talsmaður lögreglunnar sagði að öryggisvörður hafi séð til Gujjar og gert öðru starfsfólki viðvart og hlaupið í áttina að honum en náði ekki tímanlega til hans. Í ljónagryfjunni voru þrjú ljón sem réðust umsvifalaust á hann og urðu honum að bana.

Dýrahirðum tókst síðan að lokka ljónin inn í búr sín með mat og var þá hægt að sækja líkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði