Manchester United vonast til þess að ráða Dan Ashworth sem yfirmann knattspyrnumála á næstu vikum en félagið telur að hann sé maðurinn til að koma liðinu á réttan stað.
Ashworth hefur verið sendur í launað leyfi hjá Newcastle eftir að hann lét félagið vita að hann vildi fara til United.
Telegraph fjallar um það í dag að Ashworth sé líklegur til þess að reyna að kaupa Marc Guehi miðvörð Crystal Palace til United.
Ashworth hafði skoðað það að kaupa Guehi til Newcastle en nú gæti United farið inn í þá baráttu.
Liverpool hefur einnig skoðaða Guehi sem er enskur landsliðsmaður og gæti fengið stórt hlutverk hjá Gareth Southgate innan tíðar.
🔴📰 | Dan Ashworth may reignite his interest in Crystal Palace's Marc Guehi this summer if he is appointed at #mufc in time. He was interested in signing him at Newcastle and is known to be a fan of the player. Liverpool are also interested. [@Matt_Law_DT] pic.twitter.com/lEX3wYCb15
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 20, 2024