fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Ekkjan segir að þetta sé ástæðan fyrir því að Rússar vilja ekki láta lík Navalny af hendi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. febrúar 2024 12:19

Alexei og Yulia eiginkona hans saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vladimír Pútín drap eiginmann minn,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja Alexei Navalny sem lést í fangelsi í Rússlandi á föstudag. Alexei var einn harðasti gagnrýnandi Pútíns Rússlandsforseta og telja margir að hann hafi verið drepinn að hans skipun.

Yulia birti í morgun myndband þar sem hún tjáir sig um dauða eiginmanns síns, en hún er ekki í nokkrum vafa um að forsetinn sjálfur hafi átt hlut að máli. Í myndbandinu segist hún ætla að halda áfram því góða starfi sem eiginmaður hennar vann og berjast fyrir frjálsu Rússlandi.

Sjá einnig: Var þetta afhjúpunin sem kostaði Navalny lífið?

Navalnaya segir að rússnesk yfirvöld hafi enn ekki viljað láta lík Alexei af hendi og ástæðan fyrir því sé einföld. Þau séu að bíða eftir því að leifar af Novichok-taugaeitrinu hverfi úr líkama hans. Kveðst Yulia þess fullviss að Alexei hafi látist eftir að honum var byrlað eitrinu.

Hafa aðstandendur hans fengið þau svör að líkið verði ekki látið af hendi fyrr en fullnægjandi krufning hefur farið fram. Ekki hafi tekist að greina dánarorsök við fyrstu krufningu og því sé þörf á annarri til að skera úr um dánarorsök.

„Þegar hann drap Alexei þá drap hann helminginn af mér. En ég hef enn hinn helminginn og ég ætla ekki að gefast upp. Ég mun halda áfram með störf Alexei Navalny og halda áfram að berjast fyrir landið okkar. Ég hvet ykkur til að standa með mér,“ sagði hún og bætti við að það væri engin skömm að gera lítið. „En það er skömm að gera ekkert.“

Stuðningsmenn Alexei segjast vita af hverju honum var ráðinn bani og fljótlega muni upplýsingar um það koma fram. Þá segjast þeir vita nöfnin á þeim sem skipulögðu morðið. Yfirvöld í Rússlandi hafa neitað að hafa átt þátt í dauða Alexei.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála