fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Inga Sæland og Egill í hár saman: „Það eina nöturlega hér eru persónuárásir þínar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, skrifaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún lýsti því umbúðalaust að hún vildi stöðva allt flæði hælisleitenda til landsins og það fyrir löngu síðan.

Óhætt er að segja að færsla Ingu hafi vakið athygli og voru ófáir sem tóku undir málstað hennar í athugasemdum við færsluna.

Færsla Ingu var svona:

„Ég vil stöðva allt flæði hælisleitenda til landsins og það fyrir löngu síðan. Ísland er uppselt fyrir hælisleitendum það er ekki flóknara. Við erum enn að vinna úr á fimmta þúsund hælisumsóknum þar sem kostnaðurinn er gjörsamlega stjórnlaus. Beinn kostnaður nú þegar ríflega 20.000.000.000 milljónir króna. (21 milljarður) Óbeini kostnaðurinn ekki kominn upp á yfirborðið en hann skiptir milljörðum til viðbótar. Einnig þurfum við að finna framtíð fyrir heilt sveitarfélag sem var rýmt vegna náttúruhamfara. þar vantar öryggi fyrir 1200 Grindvískar fjölskyldur.“

Sem fyrr segir voru margir sem hrósuðu Ingu fyrir að þora að stíga fram með þessa skoðun sína. „Loksins kominn fram stjórnmálamaður sem þorir að segja hlutina eins og þeir eru,“ sagði til dæmis í einni athugasemd.

Egill Helgason fjölmiðlamaður gagnrýndi hins vegar skrif Ingu og sagði einfaldlega:

„Nöturleg skrif og laus við mannúð.“

Inga var ekki á þeim buxunum að láta Egil vaða yfir sig.

„Það eina nöturlega hér eru persónuárásir þínar og ímynduð hjartagæska. Komdu einhvern tímann með eitthvað af viti í stað upphrópana um innantómt blaður á annarra mannvonsku. Ef þú heldur að skoðana- og tjáningarfrelsi eigi ekki við um mig sem þig og “góða fólkið” í Samfylkingunni þinni þá er það mesti misskilningur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“