Kylian Mbappe er á förum frá Paris Saint-Germain í sumar samkvæmt nýjustu fregnum en greint var frá því snemma í gær.
Mbappe verður samningslaus í sumar og er sterklega orðaður við Real Madrid á Spáni.
Það er og hefur alltaf verið draumur Mbappe að spila fyrir Real en hann er þó einnig bendlaður við lið á Englandi.
Samherji Mbappe í franska landsliðinu, Aurelion Tchouameni, birti athyglisverða færslu á Twitter eftir fréttir gærdagsins.
Færslan talar sínu máli en hann virðist vera mjög spenntur fyrir því að fá landa sinn til félagsins.
🍿 🍿
— Tchouameni Aurélien (@atchouameni) February 15, 2024