Manchester City er komið með annan fótinn í næstu umferð Meistaradeildarinnar eftir leik við FC Kaupmannahöfn í kvöld.
Englandsmeistararnir unnu sannfærandi sigur 3-1 á FCK þar sem Kevin de Bruyne átti stórleik.
De Bruyne skoraði fyrsta mark City í leiknum og lagði svo upp bæði á Bernardo Silva og Phil Foden.
Það var þá einnig spilað í Þýskalandi en RB Leipzig fékk Real Madrid í heimsókn á sama tíma.
Þar var eitt mark skorað en Brahim Diaz tryggði Real sigur með marki snemma í seinni hálfleik.
FCK 1 – 3 Manchester City
0-1 Kevin de Bruyne(’10)
1-1 Magnus Mattsson(’34)
1-2 Bernardo Silva(’45)
1-3 Phil Foden(’92)
RB Leipzig 0 – 1 Real Madrid
0-1 Brahim Diaz(’48)