fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Hryðjuverkamálið: Sveinn sakar ákæruvaldið um vísvitandi rangfærslur og stórfelldar ýkjur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 21:00

Sveinn Andri Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða lauk í dag og vænta má dóms eftir fjórar vikur. Sindri Snær Birgisson er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og félagi hans, Ísidór Nathansson, er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Eins og margoft hefur komið fram byggir málið gegn þeim tvímenningum að mjög miklu leyti á skilaboðaspjalli þeirra þar sem þeir viðruðu áhuga á ýmsum ofbeldisverkum í bland við annað spjall. Tekist hefur verið á um hvort þeim félögum hafi verið alvara eða hvort um hafi verið að ræða ósmekklegt grín.

Sjá einnig: Héraðssaksóknari segir að dómari eigi að ákveða refsingu

Verjandi Sindra, Sveinn Andri Sveinsson, sem flutti mál hans síðdegis í dag, sagði í stuttu spjalli við DV í kvöld að hann teldi aðalmeðferðina hafa í heild gengið vel. Hann sakar ákæruvaldið um rangfærslur og lýsir von um að dómurinn víki ekki frá lögfræðilegum staðreyndum:

„Í heildina gekk aðalmeðferðin vel. Reyndar vakti það athygli að ákærðu nutu ekki að nokkru leyti sannmælis hjá ákæruvaldinu þrátt fyrir að það eigi að vera hlutlaust. Allt var lagt þeim út á verri veg; ummæli þeirra klippt til og eða tekin úr öllu samhengi og þvaður á netinu sagt undirbúningur hryðjuverks. Síðan gaf hreinlega að líta vísvitandi rangfærslur í ákæru auk þess sem í ákæru og málflutningi ákæruvalds voru á köflum stórfelldar ýkjur.“

Sveinn segir að skilyrði fyrir tilraun til hryðjuverka í tilfelli Sindra og til hludeildar í tilrauninni hjá Ísidór séu ekki til staðar:

„Þegar upp er staðið og moldviðrið sest kemur á daginn að skilyrði refsiverðrar tilraunar er ekki til staðar hjá Sindra og enn síður refsiverð hlutdeild hjá Ísidór. Ég vona að dómurinn haldi sig við þá lögfræðilegu staðreynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Í gær

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Í gær

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi