fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Hjartasteinarnir í Hafnarfirði horfnir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 12:30

Hafnfirðingum brá í brún að sjá að Hjartasteinarnir höfðu verið fjarlægðir. Mynd/KHG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í miðbæ Hafnarfjarðar tóku eftir því fyrir skemmstu að búið var að fjarlægja hina svokölluðu Hjartasteina sem stóðu fyrir framan Bæjarbíó. Í staðinn voru komnir venjulegir hellusteinar.

„Við erum aðeins að breyta þeim. Það koma nýir niður á sama stað,“ segir Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bæjarbíós.

Þrír hafnfirskir listamenn hafa fengið sinn Hjartastein. Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, rithöfundurinn Guðrún Helgadóttir sem er nú látin og grínistinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem steinn Björgvins er fjarlægður. Upphaflega var hann stjarna, byggð á The Walk of Fame í Hollywood, en eftir að viðskiptaráð kvikmyndaborgarinnar kvartaði árið 2019 var steininum breytt í Hjartastein. Guðrún og Laddi fengu sína steina í kjölfarið.

Páll er dularfullur um breytingarnar sem gerðar verða á steinunum og vill ekkert segja. Þá er ekki vitað nákvæmlega hvenær þeir verða settir niður.

Sjá einnig:

Björgvin Halldórsson missti stjörnuna eftir kvörtun frá Hollywood

„Það er ekki alveg öruggt. Þegar fer aðeins að birta,“ segir Páll.

Árdís Ármannsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, segir að Hjartasteinarnir séu væntanlegir fljótlega. „Þessir sem voru fyrir þóttu helst til hálir undir ákveðnum kringumstæðum og því var ákveðið að skipta þeim út,“ segir hún.

Ljóst er að mikið götupláss þarf fyrir alla þá hafnfirsku listamenn sem eiga eftir að fá sinn Hjartastein í framtíðinni. Dugar að nefna til dæmis Hildi Guðnadóttur, Jóhönnu Guðrúnu, Friðrik Dór og Jón Jónsson, Botnleðju, Jet Black Joe, Svölu og Krumma, Sigurð Sigurjónsson, Björk Jakobsdóttur og Björn Thoroddsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“