fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ríkharð hringdi á Hlíðarenda og segir frá svörunum sem hann fékk – „Virtist sem svo að það væri hægt að segja allan andskotann og komast upp með það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi vikunnar var sagt frá því að Breiðablik hefði boðið í Aron Jóhannsson, leikmann Vals. Tilboðinu var hafnað en í kjölfarið fór af stað umræða um að Aron væri ósáttur á Hlíðarenda.

Það var Hjörvar Hafliðason sem greindi fyrstur frá tilboðinu og í hlaðvarpi hans, Dr. Football, var í gær rætt um ósætti Arons. Rætt var um að samstarf hans og Arnars Grétarssonar þjálfara gengi ekki vel og að jafnvel væri vilji innan Vals til að losa hann.

Þetta var einnig tekið fyrir í Þungavigtinni en þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason sagðist þar hafa tekið púlsinn á Völsurum.

„Ég fór á stúfana í dag og heyrði í góðum mönnum á Hlíðarenda. Þar fékk ég beint í andlitið að þetta væri eintómt þvaður frá A-Ö,“ sagði hann og hélt áfram.

„Mér var líka sagt að eftir að við byrjuðum með þessi podcöst virtist sem svo að það væri hægt að segja allan andskotann og komast upp með það.“

Kristján Óli Sigurðsson tók til máls.

„Ég held að menn ættu að fylgjast aðeins með og ekki bara vera að bulla og rugla um það sem þú heyrir frá Jóni eða Séra Jóni.“

Mikael Nikulásson var að vanda með þeim félögum í setti en hann telur fréttirnar af Aroni ekki úr lausu lofti gripnar.

„Það er eitthvað til í að hann hefði áhuga á að fara í Breiðablik. Það er bara mín tilfinning,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“