fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Pochettino veit að starfið er í hættu – ,,Biðjumst afsökunar“

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkennir að starf hans gæti verið í hættu eftir slæma frammistöðu liðsins í gær.

Chelsea er í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar þessa stundina eftir 4-2 tap heima gegn Wolves.

Möguleiki er á að Pochettino sé orðinn valtur í sessi og veit hann sjálfur að starfið er ekki öruggt um þessar mundir.

,,Við biðjum stuðningsmennina afsökunar og tökum alla ábyrgð á þessu,“ sagði Pochettino.

,,Það er enginn að standa sig nógu vel eins og er, það er sannleikurinn og ég tilheyri þeim hóp og tek sökina á mig.“

,,Ég er sá sem ber mesta ábyrgð á þessu gengi, það sem við gerðum í dag var langt frá því að vera nógu gott.“

,,Það er enginn öruggur hérna en við getum ekki gefist upp og munum reyna að snúa hlutunum við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina