fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segjast hafa fundið „villur“ í meðmælum eina stríðsandstæðingsins

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 11:00

Fastlega er búist við því að Pútín verði tryggður sigur í kosningunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska kjörstjórnin segist hafa fundið „villur“ í þeim gögnum sem forsetaframjóðandinn Boris Nadezhdin skilaði inn. Kosningarnar fara fram þann 15. til 17. mars en fastlega er búist við því að sigur Pútín verði tryggður með öllum ráðum.

Að sögn kjörstjórnar hefur fundist dáið fólk á meðal þeirra 100 þúsund einstaklinga sem eru á meðmælalista Nadezhdin. Hann er eini forsetaframbjóðandinn sem er gagnrýninn á stríðsreksturinn í Úkraínu.

Nadezhdin lýsti yfir framboði sínu á síðustu stundu. Að eigin sögn hefur framboð hans fengið glimrandi góðar móttökur og margir vilja sína andstöðu við Pútín í verki.

Hugsanlegt er að kjörstjórnin ógildi framboð hans vegna þessarra „villa“ í meðmælunum. Hann verður beðinn að mæta á fund á mánudag til að svara fyrir þær.

Nadezhdin hefur lýst yfir stuðningi við Alexei Navalny, stjórnarandstöðuleiðtogann sem bauð sig fram gegn Pútín á sínum tíma. Navalny var sýnt banatilræði með eitri og var að lokum sendur í fangelsi í Síberíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu