Cardiff City er að fá Ethan Horvath markvörð Nottingham Forest til félagsins. Með því hefur Cardiff rift lánssamningi við Arsenal um Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex hefur ekki náð að eigna sér stöðuna í markinu hjá Cardiff og fer því aftur til Arsenal.
Félagaskiptaglugginn lokar í dag og því er tækifæri fyrir Rúnar til 23:00 í kvöld til að finna sér nýtt lið.
Rúnar Alex hefur spilað einn leik fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann fær fá tækifæri þar núna þegar félagið er með David Raya og Aaron Ramsdale.
Rúnar virðist vera búinn að missa sæti sem fyrsti kostur íslenska landsliðsins í markið en Hákon Rafn Valdimarsson tók stöðu hans í nóvember.