Hinn tvítugi Conor Bradley er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Það gerði hann gegn Chelsea í leik sem nú stendur yfir.
Bakvörðurinn ungi hefur komið frábærlega inn í lið Liverpool að undanförnu og nú er hann búinn að skora annað mark Liverpool sem leiðir 2-0 gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Diogo Jota hafði komið Liverpool í 1-0. Fyrri hálfleikur er að líða undir lok.
Með því að smella hér má sjá mark Bradley.