fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í ófærðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 18:28

Frá aðgerðum björgunarsveita á Ásbrú í dag. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að nóg hafi verið að gera í dag hjá björgunarsveitum vegna verkefna tengdum veðri og ófærð, einkum á Suðurnesjum og Suðurlandi en þó víðar.

Verkefnum hafi fjölgað nokkuð þegar leið á daginn.

Verkefni dagsins hafi byrjað á Suðurnesjum og uppi á Ásbrú, í Reykjanesbæ, hafi verið þó nokkuð um að fólk festi bíla sína í slæmu skyggni. Um tíma hafi verið þó nokkuð um verkefni, þegar einn bíll hafi verið losaður hafi tveir setið fastir á sömu slóðum. Leiðin frá Fitjum upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi reynst mörgum erfið.

Á Suðurlandi hafi verið nokkuð um verkefni eftir því sem leið á daginn. Á Þingvallavegi hafi allmargir ferðalangar fest sig, sem og á Uxahryggjum. Einnig á Lyngdalsheiði og séu björgunarsveitir á svæðinu við að greiða úr þessu og meðal tækja sem nýtt séu við verkefnið sé snjóbíll.

Í Stykkishólmi hafi björgunarsveit einnig verið kölluð út en þar séu bílar fastir um allan bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns