Mohamed Salah leikmaður Liverpool er byrjaður að æfa út á grasi sem gefur góð fyrirheit um það sem koma skal.
Egyptar eru enn reiðir yfir því að Salah hafi haldið heim á leið af Afríkumótinu vegna meiðsla.
Liverpool vildi fá Salah heim svo hann myndi fá bestu mögulegu meðhöndlun sem er hægt að fá.
Egyptar eru að keppa á Afríkumótinu og ekki er útilokað að Salah komi aftur til móts við liðið ef það fer lengra í keppninni.
SAlah birti mynd af sér í dag en undir færslunni láta Egyptar hann heyra það fyrir að hafa yfirgefið liðsfélaga sína.
— Mohamed Salah (@MoSalah) January 31, 2024