fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Trump varar við: „Við erum á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“

Pressan
Mánudaginn 29. janúar 2024 11:52

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegt forsetaefni Repúblikana fyrir kosningarnar í haust, er ómyrkur í máli í garð Joe Biden, núverandi forseta.

Árás var gerð á bandaríska herstöð í Jórdaníu í gær með þeim afleiðingum að þrír bandarískir hermenn létust. Beindust augun í kjölfarið að Íran en stjórnvöld þar hafa neitað að hafa átt þátt í árásinni.

Umrædd herstöð er skammt frá landamærum Jórdaníu, Sýrlands og Íraks og særðust tugir hermanna til viðbótar við þá sem létust.

Í færslu á Truth Social sagði Trump að heimurinn væri „ á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar“ og fullyrti hann að árásin sem gerð var í gær hefði aldrei átt sér stað ef hann væri forseti. Gagnrýndi hann ríkisstjórn Bidens fyrir „linkind og uppgjöf“ og árásin væri bein afleiðing þess.

„Árásin hefði ALDREI átt sér stað væri ég forseti, ekki einu sinni möguleiki – Alveg eins og innrás Hamas, með stuðningi Írans, í Ísraels hefði aldrei gerst. Stríðið í Úkraínu hefði aldrei átt sér stað og það væri friður um heim allan. Þess í stað erum við á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar,“ sagði forsetinn fyrrverandi og bætti við að hann hefði haft fullkomna stjórn á írönskum yfirvöldum þegar hann hætti sem forseti.

Trump lofaði að koma þessum atriðum í lag ef hann verður kjörinn forseti að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér