fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Fegurðardrottning talin hafa myrt ungan son kærasta síns – „Við eigum erfitt með að trúa þessu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 22:00

Trinity var handtekin eftir að litli Jaxton fannst látinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára fegurðardrottning, Trinity Poague að nafni, var handtekinn síðastliðinn föstudag í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hún er grunuð um að hafa myrt eins og hálfs árs gamlan son kærasta síns.

Þann 14. janúar síðastliðinn var komið með drenginn Jaxton Drew Williams á bráðamóttöku Phoebe Sumter sjúkrahússins í bænum Americus. En það er háskólabær sunnarlega í Georgíufylki.

Jaxton var á lífi þegar komið var með hann á sjúkrahúsið en illa haldinn og meðvitundarlaus. Lést hann eftir árangurslausar tilraunir heilbrigðisstarfsfólks að bjarga honum.

Lögreglan var kölluð til að rannsaka andlát drengsins. Eftir yfirheyrslur og rannsókn sönnunargagna var hin átján ára Trinity Poague handtekin.

Drepinn á heimavistinni

Trinity var kærasta Julian „Ja“ Williams, föður Jaxton en hann hafði fullt forræði yfir drengnum. Hún er nemandi á fyrsta ári í Georgia Southwestern State háskólanum og ríkjandi fegurðardrottning í bænum Donalsonville í Georgíu.

Talið er að manndrápið hafi verið framið innan veggja háskólans, það er að segja á heimavistinni.

„Við erum mjög særð og ráðvillt, við eigum erfitt með að trúa þessu,“ sagði Cecilia Smith, vinkona Julian, við sjónvarpsstöðina Fox News. „Ja er að reyna að komast af eins vel og hann getur en þetta er augljóslega mjög erfitt fyrir hann. Hann vill ekki tala við neinn um neitt núna.“

Trinity á yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af ásetningi.

Cecilia hefur komið af stað söfnun fyrir Julian á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe. Um 10 þúsund dollarar hafa safnast, eða tæplega ein og hálf milljón króna.

Barsmíðar dánarorsökin

Af áverkunum á litla Jaxton að dæma er talið að hann hafi látist vegna barsmíða. Trinity er nú í varðhaldi í fangelsinu Sumter County Jail og verður ekki sleppt lausri á tryggingu.

Búist er við því að hún verði ákærð fyrir morð af ásetningi, alvarlega líkamsárás og ofbeldi gegn börnum.

Rannsókn málsins er hins vegar ekki lokið og hefur lögreglan í Sumter sýslu óskað eftir því að allir sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið gefi sig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli