fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Stjórnarmaður RÚV allt annað en sáttur við ákvörðunina í gær

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörður Áslaugarson, fulltrúi Pírata í stjórn Ríkisútvarpsins ofh. (RÚV), segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgðinni á þátttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni.

Greint var frá því í gær að RÚV hefði ákveðið að rjúfa tengsl á milli Söngvakeppninnar og þátttöku Íslands í keppninni í vor. Þetta þýðir að undankeppnin, það er sjálf Söngvakeppnin, verður haldin en ákvörðun verði tekin síðar um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision eða ekki. Það verði meðal annars gert í samráði við sigurvegara keppninnar.

Mörður skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin algerlega án aðkomu stjórnar.

„Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessa gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ sagði Mörður í færslu sinni og bætti við:

„Þetta held ég að sé alveg meiriháttar. Ég held að einkunnarorð RÚV ættu að vera þessi: Hugrekki, heilindi, ábyrgð.

Ákvörðunin hefur vakið gríðarlega athygli í netheimum og sitt sýnist hverjum. Fjöldi fólks tjáði sig undir frétt RÚV um málið á Facebook í gær og þar voru ýmis sjónarmið á lofti.

„Sleppum keppninni og látum peningana renna til Grindavíkur,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Heigulsháttur. Segjum okkur alfarið út keppninni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“