fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Goðsögn í Egyptalandi urðar yfir Salah og hegðun hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah leikmaður Liverpool er ekki mjög vinsæll í heimalandinu núna eftir að hann ákvað að yfirgefa herbúðir liðsins og fara heim til Englands.

Salah meiddist í leik á Afríkumótinu og verður líklega ekki leikfær fyrr en mögulega í úrslitaleik mótsins.

Salah og Liverpool taldi best að hann kæmi til Englands og tæki endurhæfinguna hjá félaginu sínu.

„Ég hef alltaf stutt við bakið á Salah og var ánægður að hann væri mættur sem fyrirliði liðsins,“ segir Ahmed Hassan, goðsögn í fótboltanum í Egyptalandi.

„Ég hafði ekkert út á ummæli hans að setja en það er augljóst að hann var bara að koma sér aftur til Englands.“

Talað hefur verið um að Salah snúi aftur ef hann nær heilsu. „Eru reglurnar þannig að þær leyfa leikmanni að koma aftur? Hann hefði getað fengið sjúkraþjálfara frá Liverpool til að klára mótið með sér. Hann er fyrirliði, hann hefði átt að vera með liðinu sama hvað. Þrátt fyrir að önnur löppin hefði farið af honum.“

„Hann hefur talað um að þetta sé landslið Egypta en ekki liðið hans Salah. Við verðum að trúa á þá leikmenn sem eru hérna og vilja berjast fyrir titlinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum