fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Elliði var barn í Eyjagosinu – Á einstaka tengingu við fjölskyldu sem missti allt í Grindavík

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 11:45

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss rifjar upp að í dag eru 51 ár frá því að gos hófst í Heimaey, en Elliði er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Þegar gosið hófst 23. janúar 1973 var Elliði tæplega fjögurra ára, rúmir þrír mánuðir í afmæli hans.

„Í dag eru 51 ár frá því að eldgos hófst í Eyjum. Nú stendur ógnin á þeim sem áður veittu mér og mínum skjól,“ segir Elliði og birtir með mynd af sér sem tekin var gosnóttina fyrir 51 ári.

Fjölskylda Elliða fór til Grindavíkur eins og fleiri Eyjamenn. „Fáum klukkutímum síðar vorum við fjölskyldan komin til Grindavíkur þar sem við dvöldum stóran hluta af gostímanum í Eyjum.

Nú eru gos og önnur náttúruvá í Grindavík. Mig setti hljóðan þegar ég sá að eitt af fyrstu húsunum sem hraunið í Grindavík skall á var í eigu Unndórs Sigurðssonar, sonar Sigga löggu og Bínu, sem skutu yfir okkur skjólshúsi í Grindavík hluta af þeim tíma þegar jarðeldar ógnuðu okkar heimili í Eyjum,“ segir Elliði. Unndór var ekki fæddur þá, en hann er fæddur árið 1976.

Sjá einnig: Grindvíkingar sem misstu hús sín undir hraun ætla allir á endanum heim aftur – ,,Ég er allslaus í dag”

„Við vorum öll Eyjamenn árið 1973, nú erum við öll Grindvíkingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram