fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Virtist skjóta hressilega á Mourinho eftir fyrsta leikinn – ,,Eigum að stjórna leiknum og halda boltanum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. janúar 2024 21:00

De Rossi hér í leik með Roma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórlið Roma á Ítalíu vann leik sinn í Serie A í gær gegn Verona en honum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Daniele De Rossi var að stýra Roma í sínum fyrsta leik en hann tók við af Jose Mourinho sem var rekinn á dögunum.

Mourinho er ekki mikið fyrir það að halda í boltann hjá sínum liðum – allt annað en De Rossi sem horfir í svoleiðis taktík.

Ítalinn virtist skjóta aðeins á Mourinho eftir leik gærdagsins og gagnrýndi spilamennsku liðsins undir stjórn Portúgalans.

,,Ég var mjög hrifinn af fyrri hálfleik en ef þú ert að gera sömu hlutina án þess að vera í takti við leikinn þá er erfitt að færa boltann hratt, þá lendirðu í vandræðum ,“ sagði De Rossi.

,,Ég er sannfærður um að þú eigir að stjórna leiknum og halda boltanum, það er það fyrsta sem við byrjuðum að vinna í.“

,,Ef við erum að halda boltanum í rólegheitum þá getum við ekki klárað leikinn og getum sofnað. Við verðum of fyrirsjáanlegir og andstæðingarnir sjá í gegnum það sem við erum að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki

England: Forest enn á lífi í baráttunni – Vardy kvaddi með marki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu

Launahæstu mennirnir á Englandi komast ekki nálægt þeim ríkustu
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“