fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Virtist skjóta hressilega á Mourinho eftir fyrsta leikinn – ,,Eigum að stjórna leiknum og halda boltanum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. janúar 2024 21:00

De Rossi hér í leik með Roma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórlið Roma á Ítalíu vann leik sinn í Serie A í gær gegn Verona en honum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Daniele De Rossi var að stýra Roma í sínum fyrsta leik en hann tók við af Jose Mourinho sem var rekinn á dögunum.

Mourinho er ekki mikið fyrir það að halda í boltann hjá sínum liðum – allt annað en De Rossi sem horfir í svoleiðis taktík.

Ítalinn virtist skjóta aðeins á Mourinho eftir leik gærdagsins og gagnrýndi spilamennsku liðsins undir stjórn Portúgalans.

,,Ég var mjög hrifinn af fyrri hálfleik en ef þú ert að gera sömu hlutina án þess að vera í takti við leikinn þá er erfitt að færa boltann hratt, þá lendirðu í vandræðum ,“ sagði De Rossi.

,,Ég er sannfærður um að þú eigir að stjórna leiknum og halda boltanum, það er það fyrsta sem við byrjuðum að vinna í.“

,,Ef við erum að halda boltanum í rólegheitum þá getum við ekki klárað leikinn og getum sofnað. Við verðum of fyrirsjáanlegir og andstæðingarnir sjá í gegnum það sem við erum að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“