fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hreindýrakvótinn skorinn niður enn eitt árið – Gögn skorti vegna flugslyssins í sumar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 19. janúar 2024 17:30

Veiða má 800 dýr í sumar og haust. Mynd/Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins má veiða 800 hreindýr í ár, hundrað færri en í fyrra. Þetta er fimmta árið í röð sem hreindýrakvótinn er skorinn niður.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákvað hreindýrakvótann fyrir árið 2024 í dag. Heimilt verður að veiða 397 kýr og 403 tarfa, samanlagt 800 dýr.

Árið 2023 voru gefin út 901 veiðileyfi, 1021 árið 2022, 1220 árið 2021, 1325 árið 2020 og 1451 árið 2019. Samanlagt hefur leyfum verið fækkað um 651 á þessum fimm árum.

Að sögn ráðuneytisins er skortur á gögnum helsta ástæðan fyrir því að kvótinn er skorinn niður í ár. Er það í kjölfar banaslyssins í Sauðárhlíðum síðasta sumar, þegar tveir starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fórust í flugslysi ásamt flugmanni. Þau voru að starfa við hreindýratalningar.

Veiðitímabil tarfa verður frá 15. júlí til 15. september og kúa frá 1. ágúst til 20. september. Tekið er fram að óheimilt sé að veiða kálfa. Þá eru veturgamlir tarfar einnig alfriðaðir.

Veiðisvæðin eru níu sem fyrr. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um breytingar á stofnstærðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast