fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Gagnrýnir Rauða krossinn fyrir skipulag Grindavíkursöfnunar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands gagnrýnir, á Facebook-síðu sinni Rauða krossinn á Íslandi fyrir að taka við greiðslum vegna neyðarsöfnunar fyrir Grindvíkinga í gegnum ísraelska fyrirtækið Rapyd.

Eiríkur segist hafa sent Rauða krossinum tölvupóst um málið:

„Ég ætlaði að fara að styrkja Grindavíkursöfnun Rauða krossins gegnum form á heimasíðunni en hnykkti við þegar ég kom á greiðslusíðuna og sá að slóðin þar byrjaði á https://checkout.rapyd.net/. Það kemur auðvitað ekki til greina að styrkja Rapyd þannig að ég hætti snarlega við og millifærði beint á Rauða krossinn í staðinn. Ég er mjög hissa á ykkur að nota greiðsluþjónustu Rapyd og skora á ykkur að hætta því eins fljótt og auðið er.“

Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða krossins svarar Eiríki í athugasemdum og segir að unnið sé að því að skipta um færsluhirði en að önnur slík fyrirtæki séu að „drukkna.“

Eiríkur svarar með því að hvetja til þess að í millitíðinni veki Rauði krossinn sérstaka athygli á öðrum leiðum sem færar séu til að styrkja söfnunina. Silja svarar þá öðru sinni og bendir á að hægt sé að hringja í söfnunarnúmer, millifæra í gegnum heimabanka og að millifæra í gegnum appið Aur.

Eins og DV greindi frá í gær hefur borið á vantrausti í garð Rauða krossins vegna söfnunarinnar meðal annars vegna þess að félagið rak áður talsmannaþjónustu fyrir hælisleitendur og sá félagið ástæðu til að setja sérstaka færslu á Facebook-síðu sína vegna þessa.

Sjá einnig: Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga vekur tortryggni – Rauði krossinn bregst við

Í þeirri færslu segir að allt söfnunarféð fyrir utan tæp tvö prósent sem renni til kynningarmála vegna söfnunarinnar renni til Grindvíkinga í neyð og sé ætlað að hjálpa þeim með tilfallandi kostnað en þó ekki tjón á húsum eða munum. Þegar félagið efndi til söfnunar fyrir Grindvíkinga þegar bærinn var fyrst rýmdur í nóvember síðastliðnum tjáði Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, Vísi að hluti fjárins sem myndi safnast myndi ekki renna beint til Grindvíkinga í neyð heldur yrði nýttur til að efla búnað Rauða krossins. Til að mynda búnað sem þurfi í fjöldahjálparmiðstöðvar, bedda, sængur og annað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki