fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Henderson og Ajax klára dæmið áður en helgin gengur í garð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 15:00

Jordan Henderson: Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ajax er að ganga frá smáatriðum áður en félagið getur fengið Jordan Henderson til liðs við sig.

Í morgun var greint frá því að Henderson væri búinn að ná samkomulagi við félag sitt, Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu, um að fá að yfirgefa það. Hann er nálægt því að ganga í raðir hollenska stórliðsins Ajax.

Henderson yfirgaf Liverpool eftir tólf ár þar í sumar og elti seðlana til Sádí, þar sem hann þénar 700 þúsund pund á viku. Miðjumaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir þetta, en hann hafði til að mynda verið ötull talsmaður hinsegin fólks fram að þessu.

Nú er Henderson hins vegar búinn að fá nóg til Sádí og heldur aftur til Evrópu.

Næsti áfangastaður enska landsliðsmannsins verður að öllum líkindum Ajax, þar sem hann hefur þegar náð munnlegu samkomulagi.

Það er búist við því að Henderson gangist undir læknisskoðun í Amsterdam fyrir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“

Máni: „Þarft ekkert að segja okkur að lögreglan sé mætt hvar sem er að ota sínum tota“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“
433Sport
Í gær

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir

Staðfesta komu Huijsen fyrir 50 milljónir
433Sport
Í gær

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi