fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Edda Björk kemur til Íslands á föstudag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 10:13

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld frá Íslandi til Noregs í desember, er á leið til Íslands næstkomandi föstudag.

Nútíminn greinir frá þessu.

Edda var í síðustu viku dæmd í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að flytja þrjá syni sína ólöglega frá Noregi til Íslands í mars 2022. Á þeim tíma hafði föður drengjanna verið dæmd forsjá þeirra.

Í frétt Nútímans kemur fram að Eddu verði sleppt úr fangelsi á föstudag og þá muni hún snúa aftur til Íslands. Herma heimildir miðilsins að norska lögreglan vinni að því að vísa henni formlega úr landi sem þýðir að hún má ekki snúa aftur þangað nema að fengnu sérstöku leyfi.

Í fréttinni kemur fram að óvíst sé hvort Edda muni taka dóm sinn út í fangelsi hér á landi. Líklegt þyki að hún fái að taka hann út með samfélagsþjónustu.

Nánar er fjallað um málið á vef Nútímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“