fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Segir gosið minna en það síðasta – Sprungan styttri – „Fengum fyrirvara núna sem var ótrúlega mikilvægur“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 10:12

Kristín Jónsdóttir. Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos hófst rétt fyrir kl. 8 í morgun norðan við Grindavík. Allir voru farnir úr Grindavík þegar eldgos hófst. Hraun rennur um 4-500 metra frá bænum.

„Það er voðalega erfitt að segja akkúrat á þessari stundu. Þetta er lítill hluti af gossprungunni sem er fyrir innan varnargarðinn, stærsti hluti gossprungunnar er réttu megin við varnargarðinn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands í fréttum kl. 10 hjá RÚV, aðspurð um hvort hraun muni renna til Grindavíkur. „Við verðum að sjá hvað gerist með þetta hraun sem rennur nú.“

Segir hún gosið minna en gosið 18. desember, sprungan sé minni en kílómetri. 

„Við fengum fyrirvara núna, kannski ekki mjög langan, 5 klukkutíma, sem var ótrúlega mikilvægur.“ 

Segir Kristín skjálfta hafa verið undir Grindavík í nótt og snemma í morgun. „Við höfum fylgst með kviku flæða eftir þessari sprungu, og skjálfta færast suður á bóginn. Það má segja heppilegt að gosið sé norðan við bæinn. Við vorum að horfa á að gossprungur hefðu getað opnast í bænum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða