fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Nýjar vendingar í hurðamáli Boeing – Hvernig slapp hann heill frá því að hrapa úr 4,8 km hæð?

Pressan
Föstudaginn 12. janúar 2024 04:30

Þetta hefur verið ógnvekjandi lífsreynsla. Mynd:X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar vendingar hafa orðið í máli Boeing vélar Alaska Airlines sem varð að nauðlenda nýlega eftir að hurð datt af henni þegar hún var á flugi. Í kjölfarið hafa margar vélar sömu tegundar verið kyrrsettar og í ljós hefur komið að lausar skrúfur eru á sumum þeirra.

En eitt það nýjasta sem hefur komið fram í málinu er að iPhone sogaðist út úr vélinni þegar hurðin var dottin af og hrapaði hann til jarðar úr 4,8 km hæð. Það sem gerir þetta athyglisvert er að síminn slapp heill frá þessu. USA Today skýrir frá þessu.

Það var Seanathan Bates sem fann símann og eftir því sem hann segir á samfélagsmiðlinum X þá var síminn stilltur á flugstillingu og kvittun fyrir farangri var opin í honum.

Í samtali við bandaríska sjónvarpsstöð sagðist hann hafa fundið símann í runna við veg í Oregon, á sama svæði og hurðin úr vélinni fannst.

Talskona samgönguyfirvalda  þakkaði Bates fyrir að hafa tilkynnt um fundinn til yfirvalda.

Annar heill sími fannst einnig á svæðinu og eru yfirvöld að rannsaka hvort hann hafi einnig verið í vélinni.

USA Today ræddi við Lou Bloomfield, prófessor emeritus í eðlisfræði, um málið og sagði hann að sérstakt eðlisfræði lögmál skýri hvernig síminn slapp heill frá því að hrapa 4,8 km til jarðar.

Hann sagði að síminn hafi örugglega náð „banvænum“ hraða snemma á leiðinni niður. Það þýði að hraðinn hafi aukist þar til loftmótstaðan gerði sitt og sá til þess að hann hætti að auka hraðann. Síðan hafði það verið algjörlega afgerandi að síminn lenti mjúklega í runna. Ef hann hefði lent nokkrum metrum til hliðar við hann, hefði hann ekki átt möguleika á að sleppa heill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli